4.3.2010 | 18:07
Spurning
Tek undir þetta að bílbeltin bjarga en hér er spurningin: Eiga þeir ökunemar sem búa úti á landi að punga út fyrir ferð á höfuðborgarsvæðið eða hvar sem þessi blessaði veltibíll er til húsa? Mér finnst að ef svo er þá er þeim ökunemum mismunað nema að þeir geti fengið styrk fyrir þessari ferð á einhvern hátt annað hvort frá ríki eða sveitarfélagi. Góðar stundir.
![]() |
Örugglega á hvolfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Námskeið Forvarnahússins, Ökuskóli 3, mun fara um landið nokkrum sinnum á ári með sérstakt færanlegt Forvarnahús og því ætti enginn að þurfa að leggja á sig of langt ferðalag til að taka þátt.
Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.