13.3.2010 | 22:08
Snilld
Það er frábært að fylgjast með hvernig þessi strákur er að þroskast. Þennan strák þarf að næra þ.e. hann þarf að spila í hæsta gæðaflokki og þar með komast í landsliðið sem fyrst.
Stjórinn hrósar Gylfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2010 | 18:07
Spurning
Tek undir þetta að bílbeltin bjarga en hér er spurningin: Eiga þeir ökunemar sem búa úti á landi að punga út fyrir ferð á höfuðborgarsvæðið eða hvar sem þessi blessaði veltibíll er til húsa? Mér finnst að ef svo er þá er þeim ökunemum mismunað nema að þeir geti fengið styrk fyrir þessari ferð á einhvern hátt annað hvort frá ríki eða sveitarfélagi. Góðar stundir.
Örugglega á hvolfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2010 | 05:54
Skynsamlegt
Já, þetta finnst mér vera bara skynsamlegt skref, ekkert vera að ana að neinu, bíða bara átekta og láta boltann yfir til Breta og Hollendinga. Við sjáum hvað gerist næst. Góðar stundir.
Telja of mikið bera á milli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2010 | 20:52
Flottur sigur
Góður sigur í dag gegna Arsenal, gríðarlega mikilvægur sigur í toppbaráttunni. Rooney að spila eins og engill þessa dagana og er algjörlega að sanna það núna að hann er einn af bestu framherjum í heimi. Margir höfðu um það efasemdir að hann eða liðið gæti stigið upp þegar Ronaldo væri farinn en þeir eru heldur betur að afsanna það miðað við spilamennskuna. Svo er Nani að stíga upp núna og er farinn að sýna aðeins hvað hann getur og er jafnvel að sanna fyrir kallinum að hann eigi heima í þessu liði, það er bara gott og eykur breiddina því við þurfum á henni að halda fyrir átökin framundan í deildinni og svo slagnum gegn AC Milan í febrúar. Liðið virðist vera komið í fínt form og vonandi heldur það áfram, þá er ekki langt í að við náum toppsætinu. Góðar stundir.
United hafði betur á Emirates | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2010 | 23:38
Glæsilegt
Frábært hjá mínum mönnum, flottir derby leikir gerist ekki meira spennandi en þetta. Hefði getað farið á hvorn háttinn sem var en Man Utd. hafði þetta að lokum og Wayne Rooney virðist vera í hörku formi þessa dagana, vonandi heldur hann því áfram bæði Utd. og England þurfa á því að halda. Góðar stundir.
Rooney kom Man.Utd í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)